Stjórn og skipulag

Gagnkvæmt traust

Kjarninn í stefnu Landsbankans er hugmyndin um gagnkvæmt traust og mannlega sýn á bankaviðskipti. Bankinn fylgir viðurkenndum leiðbeiningum um góða stjórnarhætti og skipulag bankans miðar að því að tryggja traustan og hagkvæman rekstur um leið og sköpuð eru tækifæri til árangursríkrar samvinnu deilda og hópa.

Landsbanki nýrra tíma

Á árinu 2020 kynntum við nýja stefnu undir yfirskriftinni Landsbanki nýrra tíma. Við byggjum á trausti og munum halda áfram að þróast til að gera þjónustu okkar sífellt betri.

Stjórnarhættir

Góðir stjórnarhættir leggja grunninn að traustum samskiptum hluthafa, bankaráðsmanna, stjórnenda, starfsmanna, viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila og stuðla að hlutlægni, heilindum, gagnsæi og ábyrgð í stjórnun bankans. Við fylgjum viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti og birtum árlega stjórnarháttayfirlýsingu sem fylgir ársskýrslunni.

„Við höfum lengi lagt áherslu á sjálfbærni, samfélagsábyrgð og ábyrgar fjárfestingar og munum halda því ótrauð áfram. Innan bankans er mikil sérfræðiþekking á sjálfbærni og hvernig fyrirtæki geta beitt sér í þessum málum. Tækifærin fyrir bankann eru mörg.“

Ávarp formanns bankaráðs

„Landsbanki nýrra tíma er byggður á traustum grunni. Tæknilegir innviðir bankans eru sterkir, bankinn er með öflugt starfsfólk og skýra stefnu sem fjallar um hvernig við veitum viðskiptavinum þjónustu þannig að gagnkvæmur ávinningur náist til lengri tíma.“

Ávarp bankastjóra
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur