Sjálfbærni

Vinnum saman að sjálfbærni

Við viljum stuðla að sjálfbærni og vera hreyfiafl í íslensku samfélagi. Á árinu 2020 unnum við að sjálfbærnivegferð okkar af krafti.

Sjálfbærnistefna

Það var ánægjulegt að fá framúrskarandi niðurstöður í UFS-áhættumötum á árinu 2020, en þau lúta að því hvernig við vinnum að umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Við unnum að því að gefa út okkar fyrstu sjálfbæru fjármálaumgjörð og tókum virkan þátt í að þróa fyrsta loftslagsmælinn fyrir banka sem hleypt var af stokkunum á árinu.

Kolefnisspor

Við viljum þekkja umhverfisáhrifin frá rekstri okkar og höfum við því tekið upp mun ítarlegri útreikninga á kolefnisspori okkar en áður.

Mannauður og jafnrétti

Mikil starfsánægja mældist innan bankans á árinu 2020 þrátt fyrir að Covid-19 heimsfaraldurinn hafi sannarlega boðið upp á margar áskoranir og stærstur hluti starfsfólks hafi skyndilega þurft að vinna heima.

Fjölbreytt samstarf

Við tökum þátt í fjölbreyttum verkefnum sem stuðla að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Við styðjum margvísleg verkefni með fjárframlögum úr Samfélagssjóði, með stuðningi útibúa við verkefni í nærsamfélagi og með samstarfssamningum.

Víðtæk umfjöllun

Við gefum út mikið og fjölbreytt efni um efnahagsmál og fjármál í víðum skilningi. Má þar nefna fræðslugreinar, rannsóknir, umræðugreinar og  hlaðvarpsþætti. Útgáfan hefur skýra vísun í sjálfbærnistefnu okkar um að vera hreyfiafl í samfélaginu.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur