Ánægðari viðskiptavinir
Framúrskarandi lausnir og persónuleg þjónusta
Ánægja viðskiptavina hefur aukist á undanförnum árum. Það sést m.a. í könnunum sem Gallup gerir fyrir bankann og á því að Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2020 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu, annað árið í röð.
Viðskiptavinir okkar ánægðari
Við leggjum okkur fram við að einfalda viðskiptavinum lífið og bjóða þeim framúrskarandi þjónustu þegar þeir þurfa á henni að halda. Það er ánægjuleg viðurkenning að við mælumst efst banka samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni, annað árið í röð.
Snjallari bankaþjónusta
Stefna okkar er að einfalda viðskiptavinum lífið og eiga frumkvæði að því að bjóða þeim þjónustu sem hentar hverjum og einum. Það gerum við bæði með því að þróa einfaldar og aðgengilegar lausnir og með því að nýta gögn til að veita viðskiptavinum persónulega og faglega ráðgjöf.
Einstaklingar
Sérstaða okkar felst meðal annars í því að um leið og viðskiptavinir geta nýtt sér fyrsta flokks stafrænar lausnir til að sinna nánast öllum sínum bankaviðskiptum, bjóðum við einnig upp á vandaða persónulega ráðgjöf og þjónustu um allt land.
Fyrirtæki
Þegar rekstri, áætlunum og markmiðum þúsunda viðskiptavina bankans var kollvarpað í upphafi ársins 2020 þurfti að bregðast skjótt við og aðlaga starfsemina og þjónustuna að breyttum aðstæðum. Við unnum náið með viðskiptavinum við að takast á við efnahagslegar afleiðingar Covid-19 og gerðum margskonar breytingar til að geta áfram veitt þeim alla nauðsynlega þjónustu, þrátt fyrir samkomutakmarkanir, fjarvinnu og fleiri áskoranir.
Eignastýring og miðlun
Landsbankinn og Landsbréf, dótturfélag bankans, bjóða upp á alhliða þjónustu á sviði eignastýringar, fyrirtækjaráðgjafar og miðlunar verðbréfa, bæði hér á landi og erlendis. Stefna okkar er að veita vandaða og trausta þjónustu með sjónarmið um ábyrgar fjárfestingar að leiðarljósi.
Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.