Árs- og sjálfbærniskýrsla

Við héldum áfram að bæta stafræna þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga, brugðumst hratt við óvæntum áskorunum og tókum mikilvæg skref í sjálfbærnimálum. Landsbankinn hefur aldrei lánað jafn mikið til íbúðakaupa og á árinu 2020 en með því að bjóða góð kjör og góða þjónustu hefur bankinn tekið afgerandi forystu á íbúðalánamarkaði.

Einstaklingar í virkum viðskiptum
0
0%
Hlutdeild á einstaklingsmarkaði
0%
0%
Eignir í stýringu
0 ma.kr.
0%
Hlutdeild á íbúðalánamarkaði
0%
0%
Heimili sem tóku íbúðalán
0
0%
Innlán
0 ma.kr.
0%
1. sæti

Alþjóðlegar viðurkenningar

Alþjóðlegu fjármálatímaritin Euromoney og The Banker völdu Landsbankann besta banka á Íslandi árið 2020.

Íslenska ánægjuvogin 2020

98%

Sjálfsafgreiðsla fyrirtækja

Í öllum helstu bankaaðgerðum fyrirtækja, s.s. í innlendum og erlendum greiðslum og innheimtu reikninga, er sjálfsafgreiðsla fyrirtækja um 98%.

70.000

Viðskiptavinir í appinu

Í desember 2020 notuðu 70.000 manns Landsbankaappið til að sinna bankaviðskiptum sínum. Fleiri notuðu appið en netbankann.

81%

framkvæma greiðslumat rafrænt

28.400

tímapantanir á árinu

„Við höfum lengi lagt áherslu á sjálfbærni, samfélagsábyrgð og ábyrgar fjárfestingar og munum halda því ótrauð áfram. Innan bankans er mikil sérfræðiþekking á sjálfbærni og hvernig fyrirtæki geta beitt sér í þessum málum. Tækifærin fyrir bankann eru mörg.“

Ávarp formanns bankaráðs

„Landsbanki nýrra tíma er byggður á traustum grunni. Tæknilegir innviðir bankans eru sterkir, bankinn er með öflugt starfsfólk og skýra stefnu sem fjallar um hvernig við veitum viðskiptavinum þjónustu þannig að gagnkvæmur ávinningur náist til lengri tíma.“

Ávarp bankastjóra

Aukin skilvirkni, traustur rekstur, framúrskarandi þjónusta og samkeppnishæf kjör hafa skilað sér í aukinni ánægju viðskiptavina. Landsbanki nýrra tíma er leiðandi á bankamarkaði á Íslandi og við höldum ótrauð áfram á sömu braut.

Hagnaður (ma. kr.)
10,5
Arðsemi eigin fjár
4,3%
Eiginfjárhlutfall
25,1%

Vinnum saman að sjálfbærni

Á árinu 2020 unnum við að sjálfbærnivegferð okkar af krafti. Við tókum virkan þátt í að þróa fyrsta alþjóðlega loftslagsmælinn fyrir banka, fengum framúrskarandi niðurstöður í UFS-áhættumötum og unnum að útgáfu fyrstu sjálfbæru fjármálaumgjarðar bankans.

Snjallari bankaþjónusta

Við kynntum fjölmargar nýjungar í netbönkum og í Landsbankaappinu sem allar miðuðu að því að auka sjálfsafgreiðslu, aðgengi að upplýsingum og bæta þjónustu. Stafrænu lausnirnar okkar eru mikið notaðar og kannanir sýna að viðskiptavinir eru mjög ánægðir með þær.

Landsbanki nýrra tíma

Við erum byrjuð að vinna eftir nýrri stefnu undir yfirskriftinni Landsbanki nýrra tíma. Kjarni stefnunnar er gagnkvæmt traust og mannleg sýn á bankaviðskipti. Við byggjum á trausti og munum halda áfram að þróast til að gera þjónustu okkar sífellt betri.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur