Við ætlum að standa með fyrirtækjum sem lentu mörg hver í dæmalausu tekjufalli, eins og okkur er framast unnt, og vinna með þeim að því að byggja aftur upp öfluga starfsemi þegar faraldrinum linnir.
Við höfum á undanförnum árum bætt stafræna þjónustu við fyrirtæki með ýmsum hætti og við settum aukinn kraft í þá vinnu þegar faraldurinn skall á. Á skömmum tíma var búið svo um hnútana að hægt væri að undirrita flestöll skjöl á rafrænan hátt, við kynntum fjölda nýjunga í netbanka fyrirtækja og undir lok árs opnuðum við fyrir þann möguleika að nota Landsbankaappið til að sinna fjármálum fyrirtækja. Kannanir sem voru gerðar á árinu 2020 sýndu aukna ánægju viðskiptavina með þjónustu bankans, jafnt stafræna þjónustu og þá þjónustu sem starfsfólk veitir í eigin persónu. Stefna okkar er skýr – við ætlum að veita framúrskarandi þjónustu og halda áfram að treysta og efla samband okkar við viðskiptavini.“