Það er áhugavert árið 2020 að horfa yfir allar nýjungarnar sem hafa komið fram á síðustu þremur árum. Meðal þeirra eru Landsbankaappið sem býður upp á mikla möguleika. Þar geta bæði einstaklingar og fyrirtæki skráð sig í viðskipti og byrjað að nota þjónustu bankans innan nokkurra mínútna. Fyrir utan hefðbundna yfirsýn og greiðsluaðgerðir, sem hafa verið í boði í netbönkum í töluverðan tíma, má í dag sækja um margs konar þjónustu eftir stafrænum þjónustuleiðum. Bæði tiltölulega einfaldar aðgerðir, eins og að stofna reikninga eða sækja um greiðslukort, en líka flóknari ferli, eins og að framkvæma greiðslumat eða hækka, lækka og stýra heimildum á milli yfirdráttar og kreditkorta. Snertilausar greiðslur hafa auk þess sannað gildi sitt í heimsfaraldri Covid-19, hvort sem er með snjallsímum eða snjallúrum.
Traustur tæknilegur grunnur bankans hefur gert okkur kleift að bregðast fljótt við nýjum áskorunum eins og sýndi sig þegar faraldurinn skall á. Við þróun framangreindra lausna hefur verið lögð rík áhersla á að þær séu stafrænar alla leið, þannig að mannshöndin hafi sem minnsta aðkomu. Þá er líka sérlega ánægjulegt að sjá hvað hagnýting gagna er orðinn ríkur þáttur í öllum greiningum og hvað tæknilegir þröskuldar að slíkum greiningum hafa lækkað. Það styður við alla notkun sem leiðir til margvíslegs árangurs.
Síðustu þrjú ár gefa okkur góð fyrirheit til framtíðar og við ætlum okkur að tryggja að Landsbankinn verði í forystu íslenskra banka í stafrænni þjónustu.“